Aloe Berry Nectar - þrenna
Ferskt bragð trönuberja parað við sætan keim af eplum gefur nýjan vinkil á aloe vera drykkinn. Útkoman er hressandi drykkur sem styður við meltingu og er stútfullur af plöntunæringarefnum og vítamínum.
3 lítrar
NÁNAR UM VÖRUNA
SKIL & ENDURGREIÐSLURÉTTUR
Þegar við segjum að Aloe Berry Nectar® innihaldi okkar hreina aloe vera, þá meinum við það. Þessi drykkur inniheldur 90,7% hreint aloe vera gel tekið innan úr aloe laufinu ásamt náttúrulegum ávaxtasafaþykkni til að styðja við ónæmiskerfið og viðhalda eðlilegum orkuefnaskiptum. Aloe plantan sem er notuð í þennan ljúffenga drykk er handtínd af okkar eigin ökrum og er sú fyrsta sinnar tegundar til að hljóta vottun frá Alþjóðlega Aloe Science Council (IASC) fyrir innihald og hreinleika.
Aloe vera hefur náttúrulega hreinsandi eiginleika sem hjálpar meltingarveginum að nýta næringarefnin úr fæðunni sem við borðum og skilar því betri næringu út í blóðrásina, á sama tíma og það stuðlar að vexti góðgerla í þörmunum. Hin einstaka fjölsykra, acemannan, og önnur næringarefni í aloe styðja einnig við ónæmiskerfið.
Trönuber og sæt epli gefa náttúrulega súrsætt bragð. Trönuber eru ofurfæða og stútfull af andoxunarefnum sem hafa sýnt fram á að vera 20 sinnum öflugri en C-vítamín og innihalda efnasambandið Proanthocyanidins sem styður við þvagfæraheilsu. Sérstakt plöntunæringarefni epla (e.quercetin), er annað öflugt andoxunarefni sem hjálpar til við að gera Aloe Berry Nectar bæði hollan og ljúffengan drykk.
Aloe Berry Nectar er hitahreinsað (unnið með smitgát) til að tryggja að formúlan haldist án viðbættra rotvarnarefna, svo þú getur notið ferskleika aloe með öllum þeim kröftugu eiginleikum sem það hefur að geyma.
Pakkað í 100% endurvinnanlegar PET-flöskur úr 50% endurunnu plasti, umhverfisvæn flaska sem er létt en á sama tíma endingargóð.