top of page
Search

Aloe - eins og náttúran ætlaði!

Eftirspurn eftir náttúrulegum afurðum, sjálfbærri framleiðslu og vörum sem unnar eru fyrir sanngjörn laun hefur aukist undanfarin ár.


Fólk vill vita – og á skilið að vita – hvaðan matur þeirra og drykkur kemur. Heimsins stærstu aloe ræktendur geta með sönnu sagt að „frá plöntu, að vöru, til þín“ sé sú leið sem þeir hafa farið frá upphafi, frá árinu 1978 til dagsins í dag!

Forever er lóðrétt samþætt fyrirtæki sem þýðir að það á ekki einungis framleiðslu- og dreifingarstöðvarnar, heldur einnig akrana þar sem aloe er ræktað.Um leið og aloe plantan festir rætur í jarðveginum er gengið úr skugga um að hver einasta planta fái vandlega umönnum til að tryggja að stóru, grænu blöðin verði þykk og sterk. Þegar neðri eða yrstu blöðin ná þroska, eftir um það bil eitt ár, eru þau skorin af með handafli.


Eftir að aloe laufin hafa verið skorin af plöntunni eru blöðin flutt í vinnslustöð okkar á staðnum þar sem þau eru þvegin og flökuð. Hvert blað er þvegið tvisvar sinnum áður en það er flakað handvirkt; handvirk flökun tryggir að skinnið sé að fullu fjarlægt svo aðeins nærandi innra aloe gelið sé eftir. Því næst fer gelið í gegnum nokkrar gæðakönnunarstöðvar og öll frávik eru fjarlægð áður en það fer í smitgátartank til vinnslu. Þessu ferli er lokið innan sex klukkustunda frá uppskeru til að tryggja að allir góðir eiginleikar gelsins haldist óbreyttir.Í smitgátarferlinu er gelið snögghitað til að loka inni notagildi þess og ferskleika. Sýnt hefur veirð fram á að þetta ferli viðhaldi yfir 300% meira af vítamíninnihaldi aloe þannig að endanleg vara bragðist eins fersk og nærandi og mögulegt er. Hreinu aloe gelinu er síðan pakkað í stóra sekki til flutnings á eina af framleiðslustöðvum okkar.


Yfir átta milljón lítra af aloe vera geli fer frá plantekrunum til framleiðslustöðva á hverju ári. Aloe vera of America sem staðsett er i Dallas, Texas er framleiðslustöð fyrir allar aloe vörur okkar um allan heim. Þessi hátæknistöð státar af nýjustu framleiðslutækni, rannsóknarstofum ásamt rannsóknum og vöruþróun.


Þegar gelið kemur til framleiðslustöðvarinnar er bætt í það viðbótarinnihaldsefnum. Forever Aloe Vera Gel státar af 99,7% af hreinu innra aloe geli, nánast ekkert viðbætt nema 0,3% af C-vítamíni. Aloe Berry Nectar, Aloe Peaches og Aloe Mango innihalda aðeins minna aloe á kostnað ávaxtanna sem er nota til að bragðbæta aloe drykkina.


Blandan er prófuð til að ganga úr skugga um að hún uppfylli allar vörukröfur og því næst er hún snögghituð á ný. Þetta tryggir að eitthvað af innihaldefnunum sem bætt var í gelið hafi ekki bætt við neinu sem ógnað gæti gæðum eða hreinleika aloe gelsins. Héðan fer blandan síðan í pökkunarlínuna.


Hver Tetra Pak pakkning er flöt þar til hún er fyllt með aloe vera geli. Dauðhreinsaða pakkningin er mótuð og brotin í Tetra Pak lögunina um leið og hún er fyllt; þegar hún er full er tappi skrúfaður á í lofttæmdum klefa. Loka gæðaskoðanir eru gerðar og síðan eru aloe drykkirnir sendir af stað með öllum sínu gæðum vandlega innsigluðum.Svæðisdreifingarmiðstöðvarnar; Aloe Vera of America í Bandaríkjunum og Forever Direct í Hollandi sjá um að dreifa aloe vörum Forever til yfir 160 landa um allan heim. Með því að eiga okkar eigin dreifingarlínu getum við stjórnað tímasetningum, minnkað kostnað og fullvissað neytendur um að ströngum gæðastöðlum okkar sé fylgt að fullu á öllum dreifingarstöðvum okkar.


Frá plöntu, að vöru, til þín hugmyndafræðin tryggir að Forever getur stjórnað kostnaði og það sem mikilvægara er, getur fyrirtækið stjórnað gæðum varanna í hverju þrepi framleiðsluferlisins. Þetta þýðir að þú getur verið viss um að þú sért að fá bestu mögulegu vöru - frá plöntu, að vöru, til þín.21 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page