top of page
Search
Writer's pictureDóra hjá Mitt Aloe

Aloe Vera í gegnum aldirnar


Saga aloe

Fólk hefur notað aloe vera fyrir róandi eiginleika þess síðan 2200 f.Kr. Til dæmis hefur verið sagt að egypsku drottningarnar Nefertiti og Cleopatra hafi notað aloe til fegrunar (sem hluti af húðumhirðu sinni).


Það er einnig skjalfest að Aristóteles hafi fengið Alexander mikla til að hertaka eyjuna Socotru í Indlandshafi í þeim tilgangi að komast yfir miklar birgðir af Aloe til lækninga á særðum hermönnum hans.


Og í kínverskri menningu hefur aloe verið notað allt aftur til tíma leiðangra Marco Polo og plantan hefur gegnt hlutverki daglegs lífs Kínverja um aldir.



Eiginleikar aloe vera

Aloe vera er safarík planta og þó að það séu hundruðir tegunda af aloe, þá er það Aloe Barbadensis Miller sem talin er vera besta tegundin, þ.e. hún inniheldur mestu lækningareiginleikana.


Aloe vera hefur öfluga kosti sem hjálpa þér að líta betur út og líða betur að innan sem utan. Allt frá því að stuðla að betri heilsu og vellíðan, róa og næra húðina þá styður aloe einnig við ónæmiskerfið og er tilvalin meltingarhjálp.


Mælt með af sérfræðingum

Það eru margir sem tala fyrir mikilvægi og áhrifum plantna og plöntutengdrar næringar á almenna heilsu og vellíðan.


Sjónvarpsmaðurinn, næringarfræðingurinn og rithöfundurinn Gillian McKeith dásamar kosti aloe vera. Þú getur hlustað á hana í einu af vinsælu hlaðvörpunum okkar. Hún lýsir aloe sem „the go-to plant“ og mælir oft með aloe í meðferðaráætlunum fyrir skjólstæðinga sína.


Ef þú vilt hlusta á hana þá er hlekkur hér – tilvísun hennar í aloe vera byrjar c.a. 25 mínútur inní hlaðvarpið. Hlaðvarpið í heild sinni er vel þess virði að hlusta á og er það mest sótta hlaðvarpið okkar hingað til.



Gæði Forever

Forever er stærsti aloe framleiðandi í heimi. Yfir 7.500 hektara ekrur í Texas og í Dóminíska lýðveldinu, Forever ræktar 20 milljónir plantna og framleiðir að meðaltali 60 milljónir punda af aloe vera á hverju ári.


Allt Aloe hjá Forever er handuppskorið og notum við aðeins innra gelið í aloe laufinu. Það er unnið innan sex klukkustunda frá uppskeru og okkar einstaka, einkaleyfisvarða smitgáts ferli tryggir að virkni plöntunnar haldist óskert.


Aðal vara Forever – Forever Aloe Vera Gel – inniheldur 99,7% innra aloe vera gel og C-vítamín. C-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og eðlilegum orkugefandi umbrotum.


Við hjá Forever þekkjum aloe vera okkar. Og Forever Aloe Vera Gel drykkurinn okkar er nánast eins og aloe gelið innan í aloe plöntunni, þú kemst ekki nær í samanburði.


Deildu gagnsemi aloe á samfélagsmiðlum

Notaðu hnappana hér að neðan til að deila þessu bloggi á samfélagsmiðlarásunum þínum.

7 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page