Margir fara í smá tiltektargír á vorin og sumrin, taka til hendinni í garðinum og jafnvel í geymslunni eða bílskúrnum. Það er líka gott að minna sig á að fara yfir húðvörurnar inn á baði, henda þeim sem eru útrunnar og endurvinna eða gefa þær sem þú notar ekki.
Við hugsum flest vel um yfirborð húðarinnar með góðum kremum. Við hreinsum húðina daglega og flestir nota skrúbbkrem til að losa húðina við dauðar húðfrumur.
Uppáhalds skrúbbkremið mitt er Smoothing Exfoliator sem ég nota tvisvar í viku og oftar ef ég er mikið úti eða í sólinni.
Það er líka mikilvægt að einbeita sér að því að gefa húðinni það besta í næringu og bætiefnum, ekki bara að nota húðvörur.
Forever Marine Collagen er mikilvægur grunnur í því að taka heildræna húðumhirðunálgun. Kollagen hjálpar til við að styrkja húðina, auk þess að stuðla að mýkt og raka.
Helstu kostir kollagens
Kollagen er algengasta prótein líkamans, næstum þriðjungur. Kollagen er einnig byggingarefni beina, húðar, bandvefs, vöðva, sina og liðbanda.
En vissir þú að meltingarvegurinn inniheldur kollagen?
Frá 25 ára aldri byrjar kollagenframleiðsla líkamans að minnka og um 30 ára aldur minnkar framleiðslan um 1% á ári. Engin furða að Forever Marine Collagen er að reynast svo vinsæll kostur.
Samhliða góðri húðumhirðu er mikilvægt að borða próteinríka fæðu sem örvar eigin kollagenframleiðslu líkamans. Það er einnig talið að sykur sé óvinur húðarinnar, því er gott að minnka sykurneyslu. Hún Júlía hjá Lifðu til fulls er með mörg heilræði og grúppu á facebook ef þú vilt fá góð ráð við að minnka sykurinn eða jafnvel að sleppa honum alveg.
Forever Marine Collagen
Sjávar kollagenið frá Forever er vökvi og er því mjög lífaðgengilegt kollagen, sem þýðir að það frásogast auðveldlega í líkamanum, nýtist honum betur og hjálpar til við að örva kollagenframleiðslu. Annar kostur er að hver dagsskammtur er sérpakkaður og því er auðvelt að taka kollagenið með sér hvert sem ferðinni er heitið.
Húðvörur Forever hafa hlotið yfir þrjátíu verðlaun og viðurkenningar síðan 2017, Forever Marine Collagen hefur fengið þrjú til þessa, þar á meðal „besta kollagen-fæðubótarefnið“ í Beauty Shortlist Wellbeing Awards 2022.
Kollagen fæðubótarefni hafa náð gífurlegum vinsældum síðustu árin.
Með þessum auknum vinsældum, hvernig væri að prófa Forever Marine Collagen og sjá á eigin skinni hvað öll þessi læti snúast um?
Comentários