top of page
Search

Ég var búin að prófa allt, var mjög efins en eftir fyrsta mánuðinn var ekki aftur snúið!

Updated: Jun 15, 2022

Fyrir meira en 2000 árum síðan sagði Hippocrates:

„Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi“

Við erum fyrst núna að skilja hversu mikið er til í þessum orðum.Ég fór að drekka aloe þegar ég var orðið 'desperate' og þurfti að komast á klósettið oftar en vikulega!!! [nánar um mína sögu hér]Hér finnur þú 10 helstu ástæður þess að fólk hefur haldið áfram að drekka aloe!


1 – Áhrif á meltingafærin

Aloe Vera hefur frábær áhrif á meltingastarfsemina, stuðlar að hraðvirkri og fyrirstöðulausri meltingu og kemur oft í veg fyrir meltingaróþægindi og verki.


2 – Örvar heilbrigða meltingu

Heilbrigður meltingavegur tryggir að næringarefnin úr fæðunni sem við neytum skili sér út í blóðið. Skýrar læknisfræðilegar vísbendingar eru um það að ef við drekkum aloe vera safann þá verði þarmarnir hæfari til þess að taka upp næringarefni. Með öðrum orðum má segja að líkaminn nýti næringuna úr fæðunni betur með inntöku aloe vera.


3 – Áhrif á flóruna í meltingafærum

Aloe Vera stuðlar að jafnvægi á mörgum sviðum og hvergi frekar en í meltingavegninum, þar sem það virðist koma reglu á hlutföllin á milli hinna ýmsu baktería og gerla sem þar búa. Á ýmsum mismunandi æviskeiðum geta komið upp aðstæður hjá fólki sem valda því að þessi hlutföll raskast. Eins og góðu meltingagerlarnir, þá getur aloe vera stuðlað að því að jafnvægi komist á að nýju.


4 – Áhrif á húðina

Þegar húðfrumur verða til djúpt í leðurhúðinni eru þær stórar og sprelllifandi. Þegar þær koma upp á yfirborðið eftir 21-28 daga (í heilbrigðri húð) eru þær aðeins skugginn af sjálfum sér og hafa breyst í þunnar keratín-flögur sem detta á endanum af. Aloe Vera safinn sér frumunum frá upphafi fyrir nauðsynlegum næringarefnum og þess vegna helst húðin heilbrigð og vinnur starf sitt betur – auk þess að líta miklu betur út!

5 – Eykur virkni trefjakímfruma

Trefjakímfrumur eru sérstök gerð húðfruma sem hafa það hlutverk að framleiða trefjar eins og kollagen og elastín. Þessar trefjar gefa húðinni það form sem hún hefur og gera hana að auki þrýstna og teygjanlega. Því fleiri sem trefjakímfrumurnar eru, þeim mun unglegri verður húðin.

6 – Vörn gegn veirum

Í slímlagi laufsins sem er utan um gelið er fjölsykra sem hefur þann eiginleika að efla varnir okkar gegn ýmsum veirum, allt frá þessum einföldu sem orsaka umgangspestir til flóknari gerða þeirra.


7 – Bólgueyðandi og verkjastillandi áhrif

Meðal þeirra efna sem hafa verið greind í aloe vera eru þónokkur sem eru bólgueyðandi og verkjastillandi og það kemur sér mjög vel fyrir fólk með hin ýmsu sjúkdómseinkenni.

8 – Gefur mikið magn steinefna

Meðal steinefna sem finnast í aloe vera eru: kalk, natríum, kalíum, járn, króm, magnesíum, mangan, kopar og sink. Fjöldi steinefna í aloe vera stafar af því að plantan vex í jarðvegi sem er auðugur af þessum efnum og rætur hennar ná að fanga þau okkur til hagsbóta.

9 – Vítamínauðugur

Aloe Vera safinn inniheldur mikið af vítamínum – jafnvel örlítið af B12 sem er mjög sjaldgæft í jurtaríkinu. Auk A-vítamíns, þá inniheldur safinn vítamín úr B-hópnum, C-vítamín, E-vítamín og fólinsýru. Mörg þessara vítamína safnast ekki upp í líkamanum þannig að við verðum stöðugt að bæta á úr fæðunni sem við snæðum. Hvað er betra en að fá öll þessi vítamín úr aloe vera safanum og styrkja um leið varnir líkamans gegn sindurefnum á náttúrulegan hátt?


10 – Góður alhliða heilsudrykkur

Ef við drekkum aloe vera safann, með öllum þeim mikilvægu efnum sem hann inniheldur (og eru oft ekki til staðar í fæðunni), þ.á.m. 19 af hinum 20 lífsnauðsynlegu amínósýrum sem líkaminn þarfnast, og sjö af þeim átta sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur, fær líkaminn nóg til þess að tryggja að hið flókna ensímakerfi hans starfi vel og eðlilega. Þetta þýðir að líkaminn starfar fullkomlega og einstaklingurinn finnur þar af leiðandi til frábærrar vellíðunar, sem helst í hendur við aukna getu til að verjast sjúkdómum og jafnvel berjast gegn þeim.

 


Ég vil ítreka að aloe læknar ekki neitt, en með því að drekka aloe þá ertu að gefa líkamanum það sem hann þarf til að hann nái að viðhalda heilbrigðri starfsemi innan frá og út!

Eins og Hippocrates sagði;

„Látið matinn vera lyfin og lyfin vera matinn“Heimildir: Aloe Vera the Medicine Plant by Dr. Peter Atherton.
32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page