Hvað er Aloe Vera
Aloe Vera jurtin, sem oft er kölluð kraftaverkaplantan, náttúrulækningaplantan eða brunaplantan, hefur gengið undir ýmsum nöfnum.
Í þau u.þ.b. 4000 ár sem plantan hefur þekkst, hefur mannkynið notið góðs af undraverðum lækningareiginleikum hennar.
Safn náttúrulæknisfræðilegra upplýsinga
Árið 1862 fann George Eber safn náttúrulæknisfræðilegra upplýsinga um Aloe Vera, ritaða á forna papírusörk frá því um 3500 fyrir Krist. Var hann fyrstur til að finna svo gamlar heimildir um Aloe Vera. Síðan þá hafa fræðimenn komist að því að plantan var notuð til forna af bæði Kínverjum og Indverjum. Grískir og rómverskir læknar eins og Dioscorides og Pliny eldri notuðu Aloe Vera með góðum árangri. Einnig segir sagan að Aristóteles hafi fengið Alexander mikla til að hertaka eyjuna Socotru í Indlandshafi, í þeim tilgangi að komast yfir miklar birgðir af Aloe til lækninga á særðum hermönnum hans.
Egypsku drottningarnar Nefertiti og Kleópatra mátu Aloe einnig mikils til fegrunar.
Þrátt fyri að þekktar séu yfir 200 tegundir af aloe, eru ekki nema fjórar til fimm tegundir sem innihalda lækningareiginleika. Af þeim hefur Aloe Barbadensis Millir verið áhrifaríkust. Hún er sú eina sem réttilega má kalla aloe vera eða hið sanna aloe.
Aloe Vera er safarík planta, lík kaktusi en tilheyrir liljufjölskyldunni. Hún er skyld lauk, hvítlauk og aspas. Þegar plantan er fullþroskuð er innihaldi laufsins safnað það varðveitt og sett á flöskur til að framleiða vöru sem er eins lík hinum náttúrulega plöntusafa og mögulegt er.
Comments