top of page
Search

Helstu áhrif Omega–3 á heilsuna

Updated: Feb 19, 2022

Fjöló­mettaðar Omega-3 fitu­sýr­ur eru sér­lega mik­il­væg­ar fyr­ir lík­amann og fá nær­ing­ar­efni hafa verið jafn ­mikið rann­sökuð og þær. Þar sem lík­am­inn get­ur ekki fram­leitt þess­ar nauðsyn­legu fitu­sýr­ur, þurf­um við að fá þær úr fæðunni eða með bæti­efna inntöku.


Omega-3 fitu­sýr­urn­ar eru aðallega unn­ar úr feit­um kald­sjáv­ar­fiski. Fit­an í fisk­in­um inni­held­ur tvær mik­il­væg­ar omega-3 fitu­sýr­ur, ann­ars veg­ar DHA (docosa­hexa­enoic-sýru) og hins veg­ar EPA (eicosapenta­enoic-sýru)


Hér eru nokkur atriði sem gefa til kynna fjölbreytileika Omega-3 fyrir heilsuna

Omega-3 sem vörn gegn kvíða og þunglyndi

Þung­lyndi er orðið eitt helsta heilsu­far­svanda­mál heims í dag, en ein­kenn­in koma meðal ann­ars fram sem dep­urð, sinnu­leysi og al­mennt áhuga­leysi á líf­inu. Omega-3 fitu­sýr­urn­ar, ekki hvað síst EPA-fitu­sýr­an virðist hafa mik­il áhrif sem vörn gegn þung­lyndi.


Omega-3 getur bætt augnheilsuna

DHA-fitu­sýr­an í Omega-3 er mik­il­vægt bygg­ing­ar­efni fyr­ir heila og sjón­himnu augna. Ef við fáum ekki nóg af DHA aukast lík­ur á sjón­vanda­mál­um. Einnig hef­ur verið sýnt fram á að nægi­legt magn af Omega-3 dreg­ur úr kölk­un augn­botna, en hún er helsta or­sök sjón­skemmda og blindu í heim­in­um í dag.


Omega-3 er talið styðja við heilbrigði heila fósturs á meðgöngu og snemma á lífsleiðinni.

Að fá nóg af omega-3 á meðgöngu og fyrstu mánuði / ár lífsins skiptir sköpum fyrir þroska barnsins. Omega viðbót eða fæðubótarefni eru tengd við meiri greind og minni hætta á nokkrum sjúkdómum.


Omega-3 hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið

Rann­sókn­ir hafa sýnt að fitu­sýr­ur úr fiski draga úr bólg­um og geta hindrað eða haft bæt­andi áhrif á hjarta- og æðasjúk­dóma. Þær hafa einnig verið tengd­ar við betri batalík­ur þeirra sem fá hjarta­áföll.


Omega-3 og ADHD-einenni

Rann­sókn­ir hafa meðal ann­ars sýnt að Omega-3 dreg­ur úr ADHD-ein­kenn­um eins og eirðarleysi og árás­argirni og bet­ur geng­ur að ljúka verk­efn­um og stunda nám. Fitu­sýr­ur úr fiski eru tald­ar hafa þessi áhrif í gegn­um heil­a­starf­sem­ina, sem er ekki ólík­legt þar sem 60% heil­ans samanstendur af fitu.


Omega-3 getur styrkt starfsemi ónæmiskerfisins

Omega-3 fitu­sýr­urn­ar styrkja al­mennt ónæmis­kerfi lík­am­ans. Því er mik­il­vægt að neyta þeirra reglu­lega, hvort sem það er gert í gegn­um neyslu á fiski eða með því að taka inn bæti­efni með Omega-3.


Omega-3 getur hægt á einkennum alzheimers

Fitu­sýr­ur sem nauðsyn­leg­ar eru heil­a­starf­semi er að finna í fiskifit­unni og þær hægja ekki bara á vit­rænni hnign­un, held­ur geta þær líka komið í veg fyr­ir al­menna heilarýrn­un hjá eldra fólki.


Omega-3 getur bætt heilsu beina og liðamóta.

Beinþynning og liðagigt eru tveir algengir sjúkdómar sem hafa áhrif á beinakerfið. Rannsóknir benda til þess að omega-3 geti bætt beinstyrk með því að auka magn kalsíums í beinum þínum, sem ætti að leiða til minni hættu á beinþynningu. Sjúklingar sem taka inn omega-3 hafa greint frá minni liðverkjum og auknum gripstyrk

Omega-3 styrkir húð og hár

DHA fitusýran er byggingarefni húðarinnar sem ber ábyrgð á heilsu frumuhimnunnar, sem er stór hluti af húðinni. Áhrif Omega-3 geta því verið mik­il á húðina, sem er stærsta líf­færi lík­am­ans, meðal ann­ars með stuðningi við fitu­upp­leys­an­leg bæti­efni og stuðla þannig að sléttri og teygj­an­legri áferð húðar.


Í hnotskurn...

Að fá omega-3 beint úr fæðunni, eins og feitum fiski tvisvar í viku er besta leiðin til að tryggja örugga inntöku af omega.

Hins vegar, ef þú borðar ekki mikið af feitum fiski, þá viltu kannski íhuga að taka inn omega-3 vítamín. Fyrir fólk sem skortir omega-3 er þetta ódýr og mjög áhrifarík leið til að bæta heilsuna.

Heimildir:

www.healthline.com

www.laeknabladid.is15 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page